Ábyrgð á eigin líðan



Hér eru kynntar einfaldar æfingar fyrir kroppinn ásamt hugleiðingu, ein æfing á hverjum degi í 30 daga.

Leyfðu mér að hjálpa þér við að búa til nýjar heilsusamlegar venjur sem auka líkamlegt hreysti og skerpa hugann.

Þú hefur ævilangan aðgang að efninu, þú getur endurtekið eins oft og þú vilt!

Kúrsinn er settur þannig upp að yfir eina viku er í það minnsta ein æfing fyrir hver stór liðamót líkamans, auk öndunar- og hugleiðsluæfinga.

Ég mæli með að þú æfir þig í æfingu hvers dags fyrir sig. En þú getur líka flakkað fram og aftur í dögunum og gert þær æfingar sem höfða mest til þín oftar. Þú getur líka gert fleiri en eina æfingu á dag.

Innifalið:

* 30 einfaldar æfingar útskýrðar í máli og myndböndum

* Æviaðgangur að öllu efninu í gegnum vefinn




Upphafið


Þegar ég var að vinna í banka, fannst mér ég aldrei vera að gera alvöru vinnu - ég var bara að færa tölur til á skjánum og ekki að gera neitt 'raunverulegt' að mínu mati. Þá fannst mér best að komast í sveitina til bróa og fá að smala fé og þefa af grasi og mold. 

Það sem bankavinnan hins vegar gaf mér, var þráin til að líða betur eftir langa daga í stólnum. Þá varð til í huga mér hugmyndin að Jóga fyrir alla, jóga fyrir skrifstofufólk og þegar ég hóf að kenna Jakkafatajóga í fyrirtækjum komst ég að því að þröskuldurinn var mun lægri en það fyrir mjög marga. 

Umsagnir








Höfundaréttur

Eygló Egilsdóttir er höfundur alls efnis sem birtist á þessum kennsluvef.

Prosum ehf. er hönnuður og eigandi allra þeirra vara sem eru til sölu í vefverslun.

Höfundaréttur er áskilinn á öllu efni sem er aðgengilegt á þessu vefnámskeiði. Hver aðgangur á vefnámskeiðið, hver upptaka er ætluð til sölu til einstaklinga.

Efnið er ætlað til persónulegra nota og má ekki undir neinum kringumstæðum deila til annarra, nema annað sé tekið fram eða gert með leyfi höfundar.