Kennari og höfundur alls efnis


Hæ, ég heiti Eygló.

Mín ástríða er að hjálpa þér að komast þangað sem þú vissir ekki að þig langaði!

Við erum hönnuð fyrir hreyfingu, miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir.

Hreyfingin þarf að taka mið af lífsstíl (og lífsstílskvillum) en mikilvægast er að hreyfingin geti á einfaldan hátt smogið inn í daglega skipulagið okkar.

Mitt persónulega markmið er að hjálpa venjulegu fólki að koma nytsamlegri, markvissri og skemmtilegri hreyfingu inn í þéttskipaða dagskrá hversdagsins.

Hreyfing á ekki að vera vandamál, heldur lausn.

Lausnin kemur til þín, hér á vefnum. Einnig kenni ég tíma í fyrirtækjum undir merkjum Jakkafatajóga og sinni þjálfun í salnum hjá Metabolic Reykjavík.


Þú getur meira en þú heldur. Ekki halda aftur af þér.

Námskeið


Hér má finna námskeið tengd Jakkafatajóga, Metabolic Reykjavík og bókinni minni #ómetanlegt sem kom út árið 2018.