Styrkur og endurheimt fyrir unglinga. Æfingar sem auka djúpvöðvastyrk og liðleika.
Ég ætla að leiða þig í gegnum einfaldar æfingar sem hjálpa þér í þinni íþrótt. Þessar æfingar eru einnig góður grunnur fyrir Metabolic tíma.
Watch Promo
Hæ, ég heiti Eygló.
Þetta námskeið fyrir íþróttaunglinga hannaði ég með það í huga að veita athygli öllum litlu æfingunum sem skipta máli í stóra samhenginu, en gleymast oft.
Þessar æfingar hjálpa til við að búa til góðan íþróttamann eða konu, óháð íþróttinni sem þau hafa valið sér.
Get started now!
Your Instructor
Það er mitt persónulega markmið að aðstoða venjulegt fólk við að setja sér góðar venjur sem bæta líkamlegt hreysti og skerpa hugann.
Mín ástríða er að hjálpa þér að komast þangað sem þú vissir ekki að þig langaði!
Hér má finna þær leiðir sem ég hef bæði prófað á sjálfri mér og öðrum og hafa reynst vel.
Ég sagði upp starfi í banka árið 2010 til að leita uppi leiðir til að hjálpa öðrum að bæta heilsuna á einfaldan hátt á hverjum degi. Frá 2008 hef ég ástundað og kennt jóga.
Í meira en áratug var aðalstarf mitt á vegum Jakkafatajóga sem ég stofnaði sjálf árið 2013, en þá bauð ég upp á stutta og hnitmiðaða jógatíma á vinnutíma í vinnurými fyrirtækja.
2019 opnaði ég ásamt öðrum Metabolic Reykjavík; þjálfunarstöð við Gullinbrú sem býður upp á hóptíma í 4 erfiðleikastigum fyrir önnum kafið nútímafólk.
Nú bý ég í Vestmannaeyjum, en þangað flutti ég árið 2023. Þar tók ég við rekstri sem nú heitir Metabolic Vestmannaeyjar sem byggir á sama módeli og þjálfunarstöðin hjá Metabolic Rvk.