Dagur 1

Hæ hæ :)

Nú byrjar þetta og ég er gríðarlega spennt fyrir þína hönd og fyrir því sem þú munt upplifa á komandi 30 dögum!

Ég hef fulla ástæðu til að halda að þú takir þetta verkefni föstum tökum og gerir þetta með glæsibrag.
Og á meðan það er gott að setja sér lokatakmark (í þessu tilviki 30 dagar af einföldum jógaæfingum), þá er líka ágætt að hafa mestan fókus á næstu tveimur skrefum fram í tímann.

Þannig gætum við þess að halda einbeitingu við verkefnið sem liggur fyrir í dag ásamt því að hafa stóra takmarkið í augsýn. Og það án þess að finna fyrir yfirþyrmandi tilfinningu yfir stóra takmarkinu.

Svona nálgun á bæði vel við um þessa áskorun, sem og öll önnur verkefni. Svo lengi sem við fikrum okkur fram á við og gerum æfingu dagsins, erum við á réttri leið.

Fram á við!

Gangi þér vel!
Kv. Eygló

1. dagur.pdf
Discussion

5 comments