Undir þér komið!
Til hamingju!
Mig langar að taka frá stutta stund til að hrósa þér!
Og mig langar til að þú gefir þér klapp á öxlina líka.
Þú hefur nú tekið lítið en áhrifaríkt skref í átt að betra lífi og bættri heilsu. Á næstu 30 dögum munum við fara saman yfir einfaldar æfingar fyrir líkama og huga.
Þú getur gert þetta eins og ég legg upp með, að gera eina æfingu á dag í 30 daga.
Kúrsinn er settur þannig upp að yfir eina viku er í það minnsta ein æfing fyrir hver stór liðamót líkamans, auk öndunar- og hugleiðsluæfinga.
En þú getur líka flakkað fram og aftur í dögunum og gert þær æfingar sem höfða mest til þín oftar. Þú getur líka gert fleiri en eina æfingu á dag.
Mundu bara að takmarkið er að gera líkamlega hreyfingu að venju.
Heilsusamleg hreyfing þarf ekki alltaf að vera bundin við líkamsræktarsalinn.
Æfingarnar munu færa þér
*Meiri líkamsvitund*
*Betri líkamlega líðan*
*Meiri stjórn á hugsunum*
*Betri andlega líðan*
*Meiri hugarró*
Til að þetta gangi sem best og til að þú fáir sem mest út úr þessu,
langar mig að hvetja þig til að gefa þessu....
*5 mínútur*
*Alla daga*
*Framkvæmdu að minnsta kosti einu sinni*
*Endurtaktu eins oft og þú vilt*
*Með hverri æfingu er*
*texti*
*mynd*
*myndband*
Takk fyrir að leyfa mér að vera partur af þessu ferðalagi þínu.
Ég hlakka til að fara í gegnum næstu 30 daga með þér!
Kveðja, Eygló